Hún á afmæli í dag...hún Guðrún hún er ...ára í dag og súpa dagsins

Kæra Guðrún til lukku með daginn. Vissi að þú gætir þetta.

Annars er fátt að frétta nema ég bullaði ágæta súpu í kvöld og er uppskriftin einhvern veginn svona (Guðrún þú mátt prófa í tilefni dagsins):

2 sellery stilkar
1 laukur
3 hvítlauksrif (stór)
2 meðalstórar gulrætur
Nokkra sveppi
Rúmlega handfylli af fersku basil
1 dl hvítvín
2 kjúklingakraftsteningar
1/2 dós kókosmjólk
7-8 dl vatn.

Saxið grænmetið og hendið í pott ásamt smá ólífuolíu og mýkið upp aðeins. Skvettið hvítvíninu út í og setjið lok yfir í 1-2 mínútur (krauma vel)
Setjið svo kjúklingakraftinn, kókosmjólkina og vatnið út í og látið malla í ca. 15 mínútur. Kryddið með svörtum pipar og salti (Maldon salt helst)


Berið fram með ristuðu brauði. og reynslan sýnir að lokaður gaffall, sumir kalla það skeið, er besta verkfærið í þetta ásamt lokuðu sigti.


kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Fín hugmynd handa Söru um næstu helgi.
Kv Munda
Arnar Thor sagði…
Já, endilega og ef hún vill vera sparileg þá er óvitlaust að skipta einum kjúklingakrafti út með fiskikrafti og setja eins og 1 kíló af humri með. Enda ekki neinir smá gestir að koma. Ekki oft sem Konungsríkið á Sunnubraut mætir í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. kveðja og góða ferð,

Arnar Thor

Vinsælar færslur